Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1337 svör fundust

Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?

Búrfell í Grímsnesi er „hefðbundið móbergsfjall”, sennilega frá næstsíðasta jökulskeiði, það er um 120 þúsund ára gamalt. Fjallið er ekki krýnt hrauni og telst því ekki til stapa. Ef kenningar manna um byggingu móbergsfjalla eru réttar, má vænta þess að í kjarna Búrfells sé bólstraberg, sem myndaðist meðan þrýstin...

Nánar

Getið þið bent mér á heimildir um Tyrkjaránið og Tyrkja-Guddu?

Í Gegni sem er samskrá um safnakost íslenskra safna eru 69 færslur sem þar sem 'tyrkjaránið' kemur fyrir. Með því að smella á þennan tengil er hægt að skoða fyrstu tíu færslurnar og með því að smella á örina eða 'næstu' á síðunni er hægt að sjá næstu 10 færslur. Bækurnar og annað efni sem vísað er til fást ...

Nánar

Hvaða deiga láta menn síga?

Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggj...

Nánar

Hvað er að fá sér einn gráan?

Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?

Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...

Nánar

Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...

Nánar

Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?

Þú getur að sjálfsögðu skrifað texta í annarri persónu. Þá þarft þú að fylgjast vel með því að annarrar persónu fornafnið sé notað í textanum. Gott er að þú lesir textann vel yfir eftir að þú hefur skrifað hann. Þá getur þú farið yfir textann og tryggt að önnur persónufornöfn séu ekki ráðandi í honum. Þegar þú hef...

Nánar

Hvað getur mannsaugað greint marga liti?

Við höfum birt svokallaðan litaþríhyrning í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað eru litir? Hann á í grundvallaratriðum að geta sýnt alla liti sem við skynjum, einkum þó með fyrirvara um gæði prentunar og slíkt. Á rönd þríhyrningsins eru svokallaðir fullmettaðir litir en þegar hvítt bætist við afme...

Nánar

Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?

Smellið hér til að heyra hljóðið í ísbirni. Ísbjörninn, Ursus maritimus er að jafnaði stærri en náfrændi hans brúnbjörninn Ursus arctos. Nokkrar deilitegundir brúnbjarna geta þó orðið stærri og má þar helst nefna þær sem lifa á Kamtsjatka-skaganum í Síberíu og í Alaska. Að jafnaði er fullorðinn ísbjörn um 4...

Nánar

Hvar má finna upplýsingar um steingervinga á Íslandi?

Helstu heimildir um steingervinga á Íslandi eru líklega þessar: 1. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir skelja frá síðjökultíma“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 75-85. 2. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir surtarbrands og annarra plöntuleifa“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 142-156. 3. Leifu...

Nánar

Hefur úrdráttur og útdráttur sömu merkingu?

Hugtökin útdráttur og úrdráttur hafa löngum vafist fyrir mönnum enda einungis einn stafur sem skilur orðin að og auðvelt að skilja þau bæði á sama hátt. Þau hafa hins vegar gjörólíka merkingu. Útdráttur felur í sér styttingu á texta þannig að aðalatriði eru dregin fram. Mikilvægt er að lykilsetningar upprunaleg...

Nánar

Hvernig og hvenær urðu vísindi til?

Spurningin um það hvenær og hvernig vísindin urðu til er eitthvert forvitnilegasta umhugsunarefni vísindasögunnar og svör við henni eru vitanlega með ýmsu móti. Enda felst í henni spurningin Hvað eru vísindi? Ein kenning er sú að upphaf vísinda megi rekja til þess þegar maðurinn fór að búa til áhöld. Fyrstu áhö...

Nánar

Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?

Talið er að vikudagarnir hafi borið eftirfarandi nöfn á Íslandi fram á 12. öld.  sunnudagur  mánadagur  týsdagur  óðinsdagur  þórsdagur  frjádagur  þvottdagur/laugardagur Þessi nöfn eru í samræmi við daganöfn annars staðar í Norður-Evrópu. Uppruna þessara nafna er að finna hjá Rómverjum sem töldu að ...

Nánar

Getið þið bent mér á þjóðlegar heimildir varðandi Jónsmessunótt?

Bókin Saga daganna eftir Árna Björnsson (Mál og menning, Reykjavík 1993) hefur reynst Vísindavefnum drjúg fróðleiksnáma um hvaðeina varðandi íslenska hátíðisdaga, uppruna þeirra og erlendar fyrirmyndir. Þar er meðal annars fjallað um Jónsmessuna og við byggðum á því í svari hér á Vísindavefnum við spurningunni Af ...

Nánar

Fleiri niðurstöður